Esjudagurinn
Ferðafélag Íslands og Valitor bjóða til hins árlega Esjudags 5.júní
Dagskráin ár er fjölbreytt, sannkölluð hátíð göngufólks og útivistarunnenda. Boðið verður upp á miðnæturgöngu, morgungöngu og fjölskyldudagskrá á sunnudeginum 5. Júní. Í öllum skipulögðum göngunum verða fararstjórar Ferðafélagsins ásamt jarðfræðingum sagnfræðingum og skógræktarmönnum.
Nánari dagskrá:
Miðnæturganga laugardaginn 4. júní með Ólafi Erni Haraldssyni forseta FÍ
Brottför frá Esjustofu kl. 21.30 laugardaginn 4. Júní.
Morgunganga sunnudaginn 5. júní með Páli Guðmundssyni framkvæmdastjóra FÍ, á Móskarðshnúka og Laufskörð
Mæting í Mörkina kl. 06 eða við upphafsstað göngu,
Formleg dagskrá Esjudagsins
Kl. 13.00 Setning Esjudagsins, Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor og Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélagsins
Samstarfssamningur Ferðafélags Íslands við Hjálparsveiti skáta í Kópavogi
Fjallaupphitun í höndum íþróttakennara á túninu fyrir neðan Esjustofu
Kl. 13.30 Barnadagskrá: Ferðafélag barnanna býður öllum börnum í fyrstu búðir í fylgd sprækra fararstjóra. Þar verður boðið upp á hressingu og Maxímús músikus mætir á svæðið og tekur nokkur lög og Ingó veðurguð stjórnar brekkusöng.
Kl. 14.00 Stafganga – Guðný Aradóttir og Jóna Hildur Bjarnadóttir kynna stafgöngu og notkun stafana á fjöllum
Kl. 14.00 Skógarganga um Mógilsá í umsjón Kristjáns Bjarnasonar frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur.
Kl. 14.30 Kappganga - vaskir fjallagarpar há keppni í kappgöngu að „steini“ – skráning á fi.is
Athugið að gönguferðirnar eru mislangar
Allir sem rita nafn sitt í gestabók FÍ á Þverfellshorni eða í „Fyrstu búðum“ lenda í potti – glæsilegir vinningar s.s. Ferð með FÍ, útivistarföt frá Cintamani og ferð fyrir tvo á leik U21 landsliðsins í knattspyrnu í Danmörku um miðjan júní
ü Allir fá nýtt kort af gönguleiðum á Esjuna
ü Verslunin Fjallakofinn og Cintamani kynna útivistarvörur
ü Esjustofa –Útigrill og gómsætir fjallaréttir. Opið allan daginn
Komdu á Esjudaginn og kynnstu töfrum Esjunnar