Menningarkvöld á Rauðasandi

Ferðafélag Íslands, Bókaútgáfan Bjartur og Gunnarsstofnum hafa komið á samstarfi sín á milli í tilefni af ferð Ferðafélagsins á Rauðasand og endurútgáfu Bjarts á Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson.  Laugardaginn 28. júlí verður menningarkvöld í Saurbæ á Rauðasandi. Dagskráin er hluti af ferðinni Ungfrú Rauðisandur.is þó eru þeir sem verða á ferðinni í nágreni Rauðasands hvattir til að mæta á svæðið. 

                                       

Við klukknahljóm syndugra hjarta

                             dagskrá á söguslóðum Svartfugls

                           Saurbæ á Rauðasandi

                            28. JÚLÍ 2007, kl. 20.00.

 

 

Dagskrá í tilefni útgáfu Bókaútgáfunnar Bjarts á hinni víðfrægu skáldsögu

Gunnars Gunnarssonar, Svartfugli, sem fjallar um morðin á Sjöundá.

 

 Dagskrá

Erindi - Gunnar Björn Gunnarsson afkomandi flytur erindi um Svartfugl.

Upplestur - Landskunnir leikarar lesa brot úr sögunni.

Tónlist - Áshildur Haraldsdóttir flytur flautuverkið Lethe eftir Atla Heimi Sveinsson.

Hugvekja - Séra Sveinn Valgeirsson flytur hugvekju í Saurbæjarkirkju.

 

Boðið verður upp á léttar veitingar að lokinni dagskrá.

Áhugasömum er bent á gott tjaldsvæði á staðnum.

 

Dagskráin er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar, Bókaútgáfunnar Bjarts og Ferðafélags Íslands.