Stjórn Menningarsjóðs VISA hefur úthlutað 13 styrkjum í ár, samtals að fjárhæð 12,1 milljón króna. Þetta er í tólfta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en alls hafa 92 styrkir verið veittir frá upphafi, flestir til menningarmála. Stjórn sjóðsins ákvað að í ár skyldi verulegum hluta styrkfjárhæðarinnar varið til menningar-, líknar-og velferðarmála. Að þessu sinni hlutu eftirtaldir styrk úr sjóðnum:
Ferðafélag Íslands
Ferðafélag Ísland hlaut tveggja milljóna króna styrk til að setja upp skilti er vísa leiðina á Hvannadalshnúk og leiðina milli Skóga og Þórsmerkur þ.e. Fimmvörðuháls. Verkefnið er framhald af svonefndu Laugavegsverkefni sem unnið var að í fyrra með fulltingi menningarsjóðsins. Þá voru sett upp skilti er auðkenna leiðina milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Öll skiltin eru málaðar þrívíddarmyndir af landslaginu þar sem færðar eru inn leiðarlýsingar og örnefni, nokkurs konar nútíma hringsjá.
Félagasamtök
Fimm félagasamtök fengu milljón hvert um sig:
Ungir tónlistarmenn
Fjórir ungir tónlistarmenn hlutu 750 þúsund króna styrk hver til frekara tónlistarnáms:
Aðrir styrkþegar
Að auki voru styrkir að upphæð 700.000 kr. hver veittir þremur aðilum til eflingar menningarstarfsemi:
Jakob Bjarnason, stjórnarformaður VALITOR, afhenti styrkina. Stjórn sjóðsins skipa ásamt honum þeir Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri VALITOR og Jón Stefánsson, organisti og söngstjóri.
Jakob Bjarnason, stjórnarformaður VALITOR, afhenti styrkina. Stjórn sjóðsins skipa ásamt honum þeir Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri VALITOR og Jón Stefánsson, organisti og söngstjóri.