Menningarsjóður VISA styrkir FÍ til starfs fyrir eldri borgara

Menningarsjóður VISA úthlutar 12 styrkjum

Stjórn Menningarsjóðs VISA hefur úthlutað 12 styrkjum í ár. Þetta er í þrettánda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en alls hafa 104 styrkir verið veittir frá upphafi, flestir til menningarmála. Stjórn sjóðsins ákvað að í ár skyldi styrkfjárhæðinni varið til menningar-, líknar-og velferðarmála.
Að þessu sinni hlutu eftirtaldir styrk úr sjóðnum:

Ferðafélag Íslands
Ferðafélag Íslands hlaut styrk til að hvetja eldri borgara til hreyfingar og útiveru og standa fyrir verkefni því tengdu.

Félagasamtök
MS-félagið hlaut styrk til að létta undir með sjúklingum og aðstandendum þeirra
Félag CP á Íslandi hlaut styrk til að vinna að bættum hag fatlaðara barna.
Fjölsmiðjan var styrkt til áframhaldandi uppbyggingar á vinnusetri fyrir ungt fólk er stendur á krossgötum.

Þjóðmenning
Verkefnið “Vísir að umferðarsögu Íslands” hlaut styrk til frekari þróunar á gagnagrunni sínum og til útgáfu á ritinu ,,Aldarspegill um umferðarmál”.
Mats Wibe Lund var veittur styrkur til að efla uppbyggingu myndasafnsins www.mats.is.

Tónlist
Kór Langholtskirkju var styrktur til að frumflytja á Íslandi verkið Dixit Dominus eftir Vivaldi með kór og kammersveit.

Fimm ungir tónlistarmenn hlutu styrk til frekara tónlistarnáms: 
Hulda Jónsdóttir - til framhaldsnáms í fiðluleik við Juilliard listaháskólann í New York.
Lilja Rúriksdóttir - til framhaldsnáms í dansi við Juilliard listaháskólann í New York.
Matthildur Anna Gísldóttir - til mastersnáms á píanó við óperudeild Royal Academy of Music í London.
Birna Hallgrímsdóttir - til framhaldsnáms í píanóleik við Royal College of Music í London.
Júlía Traustadóttir - til framhaldsnáms í söng við Royal College of Music í London.


Stjórn sjóðsins afhenti styrkina, en hana skipa Jakob Bjarnason, stjórnarformaður VALITOR, Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri VALITOR, og Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari.