Met var slegið í morgungöngu Ferðafélagsins á Helgafelli í Mosfellssveit dag. 106 manns voru mættir og var stuðst við talningu löggilts endurskoðanda í hópnum. Strekkingsvindur var af norðri en göngugarpar FÍ létu það ekki á sig fá heldur steðjuðu upp á Helgafelli og uppi á fjallinu var enn einu sinni fluttur hinn sívinsæli gjörningur Toppað með Tómasi sem eru nokkrar setningar úr kvæði Tómasar Guðmundssonar, Fjallganga, útsettar fyrir talkór með hreyfingum. Þetta var fjórða gangan að þessu sinni og í þriðja sinn sem fjöldi þátttakenda nær yfir 100. Á morgun lýkur morgungöngum FÍ 2009 með göngu á Úlfarsfell þar sem boðið verður upp á morgunmat og viðurkenningar verða afhentar þeim sem hafa mætt í allar göngurnar fimm.
Fararstjórar í morgungöngum eru Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir
Páll Ásgeir fararstjóri í morgungöngunum þylur hér úr viskubrunni sínum yfir árrislum göngugörpum