Miðfellstindur
3.-4. maí. 2 dagar
Fararstjóri: Guðmundur Jónsson. Hámarksfjöldi: 15.
Brottför: Kl. 22 frá Skaftafelli.
Gengið á föstudagskvöldi inn í Kjós og tjaldað þar áður en haldið er upp á Miðfellstind, 1420 m, næsta dag. Tjöldin tekin saman á bakaleiðinni og gengið til baka í Skaftafell. Ganga á Miðfellstind er ögrandi verkefni fyrir brattgengustu fjallgöngumenn. Tindurinn rís fyrir botni Morsárdals, sunnan í Vatnajökli, nærri Þumli. Jöklabúnaður nauðsynlegur. Ganga verður frá skráningu og greiðslu á ferð þremur vikum fyrir brottför.
Undirbúningsfundur: Þriðjudaginn 16. apríl kl. 20 í sal FÍ, Mörkinni 6.
Verð: 23.000/26.000.