Mikið aðsókn er í hreyfi- og fjallaverkefni haustsins og er nú þegar er uppselt í fjögur verkefni á vegum félagsins og mikil aðsókn í önnur. Brugðið hefur því verið á það ráð að setja upp biðlista í þau verkefni með það að markmiði að setja upp samskonar námskeið ef næg þátttaka næst.
Nú þegar hefur verið opnað fyrir skráningu í Hjól og fjall II með þeim Páli Ásgeiri Ásgeirssyni og Rósu Sigrúnu Jónsdóttur.
Við hvetjum því öll sem hafa hug á þátttöku að skrá sig fyrr en síðar, í verkefni eða á biðlista, eftir þvi sem við á.
Þá er nýtt verkefni komið á dagskrá, Kvennakraftur, sem er alhliða heilsuverkefni ætlað konum. Það er í umsjón Kolbrúnar Björnsdóttur og Nönnu Kaaber. Fylgjast má með kynningarfundi verkefnisins á Facebook miðvikudagskvöldið 26. ágúst kl. 20.