Mikill fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína í Norðurfjörð á Ströndum í sumar og hefur aldrei verið meira að gera í skála FÍ í Norðurfirði. Var af þeim ástæðum bætt við skálaverði í skálanum en Áslaug Guðmundsdóttir sem er elsti starfandi skálavörður landsins, 80 ára gömul, hefur lengi verið skálavörður fyrir FÍ í Norðurfirði. Í sumar var Guðrún Lárusdóttir ráðin skálavavörður með Áslaugu. Fyrir þremur árum færði FÍ stærstan hluta af Hornstrandaferðum sínum frá Ísafirði til Norðurfjarðar og hefur umferðin um svæðið aukist gríðarlega í kjölfarið. Frá Norðurfirði siglir Reimar Vilmundarson skipstjóri á Freydísi, meðal annars í Hornvík, Bolungarvík og Reykjarfjörð og í Látravík í Hornbjargsvita ef gott er í sjóinn. Í Hornbjargsvita ræður ríkjum Ævar Sigdórsson staðarhaldari. Heimasíður Ævars og Reimars eru www.ovissuferdir.net og www.freydis.is
Sja myndir frá Norðurfirði sem voru teknar í gær.