Mörg handtök í vinnuferðum í skálum Ferðafélagsins

 

 Langidalur - Vinnuskýrsla dagana 23.maí -2.júní

thorsmork0

Valhúsaskóli kom til okkar í liðinni viku með stóran og skemmtilegan hóp. Þessi hópur var til mikillar fyrirmyndar hvað umgengni og framkomu varðar.

thorsmork1

Á sama tíma tókst að bletta með grunn í stóran hluta af skálanum, þ.e. alla hliðina sem snýr í vestur,en annars hefur ekki verið mikið veður til málningarvinnu, ausandi rigning og kalt, en vonandi stendurþað til bóta.

thorsmork8

Skálavarðanámskeið var svo haldið hér um helgina og kom hingað á föstudagsmorgun hópur afgalvösku fólki sem vildi fá að mála eitthvað, eitthvað voru þó veðurguðirnir á móti okkur því hérrigndi hundum og köttum alla helgina og rignir enn.

thorsmork2

Þá var bara gripið í plan b og skálinn þrifinn hátt og lágt, unnið við stígagerð, annarsvegar var stígurfrá skálavarðahúsi niður á plan kláraður og smíðuð þrep þar, og eins var stígurinn frá dagsferðahúsinuog upp að brúnni móts við skálann kláraður, þrepin löguð og hreinsað til þar.

thorsmork4

Eins var pallurinn við dagsferðahúsið rifinn og er nú unnið að naglhreinsun og tiltekt á því svæði.

Að sjálfsögðu var svo haldin veisla um kvöldið með góðum mat og glensi.

thorsmork3

Á sunnudag kom svo sólarglæta í Langadal og var hún orðin ansi langþráð, þá var rokið til með penslaog verkfæri og byrjað á málningarvinnu sem sóttist mjög vel, en ekki hékk hann þurr lengi og erumvið aftur komin í stopp en bíðum eftir færi.

thorsmork5

Á sunnudag kom einnig hópur af leiðtogum fyrir sjálboðaliðana sem vinna í stígunum og er nú í gangisvokölluð þjálfunarvika hjá þeim þar sem þau leggja línurnar fyrir sumarið, restin kemur svo eftirhelgi.

thorsmork6

Að öðru leiti er nú unnið að viðhaldi og þrifum á svæðinu og í dag voru sett upp skilti fyrir sjoppuna og upplýsingamiðstöð.

thorsmork7

thorsmork9

Búið er að setja út hjólabrýrnar við Bása svo nú er orðið fært fótgangandi yfir, fasta brúin er ekkialveg yfir svo þar þarf að vaða, en eitthvað heyrði ég af því að FÍ ætti rörabrú sem stæði á planinu í básum, vitið þið eitthvað um þá brú og hvort það megi nota hana.

thorsmork10

thorsmork11

Í dag hringdi svo í okkur kona sem sagðist vera föst í rútu niður við Húsadalsvað og vildi fá hjálp,aðspurð hafði hún heyrt í Húsadalsmönnum og voru þeir á leiðinni. Í samráði við Bjarna hjá Volcanohuts fór undirritaður af stað til að vera til taks ef illa gengi þar sem um var að ræða rútu fulla af börnum.

thorsmork12

thorsmork13

Þegar gamli ford mætti á svæðið var rútan komin ansi djúpt og illa föst, enda bifaði vörubíllinn íHúsadal henni alls ekki og eftir mikið tog og djöfulmóð hafðist hún upp eftir að bæði traktorinn ogvörubíllinn höfðu verið hengdir í og keyrðu fulla gjöf, en allt fór þetta vel að lokum.

Langadalsmannskapurinn sýndi af sér fagmannlegt yfirbragð með hjálma og vesti og er það til mikillabóta að hafa fengið þennan búnað hingað. Von er á Jóa í fyrramálið að vinna í pallinum við dagsferðahúsið þar sem á að viðra sæmilega ogvonandi gengur pallasmíðin hratt fyrir sig.