Morgunganga Fí á Helgafell

 

Fyrsta morgunganga FÍ af fimm þessa vikuna var í morgun þegar gengið var á Helgafell. Mættir voru 30 árrisulir og glaðbeiitir göngumenn. Lagt var af stað frá Mörkinni kl. 6 og ekið að Kaldárseli. Þar sem hann var heldur napur að þessu sinni þrátt fyrir bjart og fallegt veður, var gengið all rösklega til að fá hita í kroppinn.

Eftir um 5 mínútna göngu var hefðbundin morgunleikfimi og síðan arkað áfram.  Komið var á toppinn kl. 7.15 og voru þá veitt verðalaun fyrir rétt svör við spurningum sem hafði verið skotið inn á milli á leiðinni á toppinn. 

Gefin var frjáls för í bílana en þangað voru allir komnir klukkan 8.

Á morgun verður gengið á Vífilsfell. Mæting er við Mörkina 6 þar sem sameinast er í bíla. Einnig æta  margir að mæta við bílastæðið við Rauðavatn en þaðan verður lagt af stað kl. 6.10

Ekið verður upp hjá námunum við Vífilsfell og gengið upp hrygginn sem snýr í norður.