5 . 9. maí, mánudagur - föstudags.
Morgungöngur Ferðafélagsins hefjast mánudaginn 5. maí. Allla morgna þá viku ( 5. - 9. maí) verður gengið á fjall í nágrenni Reykjavíkur og lagt af stað við fyrsta hanagal eða klukkan sex að morgni. Gengið verður á Helgafell ofan Hafnarfjarðar, Keili, Vífilsfell, Helgafell í Mosfellssveit og Úlfarsfell. Áætlað er að hverri gönguferð ljúki um níuleytið. Morgungöngur Ferðafélagsins hófust árið 2004 og tóku 5 þátt í fyrstu göngunni. Sl. vor tóku um 250 manns þátt í öllum fmm göngunum. Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.
Fararstjóri: Páll Ásgeir Ásgeirsson.
Valdimar Örnölfsson stjórnar morgunleikfimi á bílastæðinu við Kaldársel í fyrstu gönguferðinni á mánudagsmorgun. Í hverri gönguferð er nýr gestur í ferðinni sem verður með innlegg af einhverju tagi til ferðarinnar.
Á fjöll við fyrsta hanagal. Fjallganga í nágrenni Reykjavíkur eldsnemma morguns, alla daga vikunnar. Komið til baka um kl. 9. Farið á einkabílum.
Þátttaka ókeypis. Allir velkomnir.
Mánudagur 5. maí - Helgafell í Hafnarfirði
Þriðjudagur 6. maí - Keilir
Miðvikudagur 7. maí - Vífilsfell
Fimmtudagur 8. maí - Helgafel ofan Mosfellsbæjar
Föstudagur 9. maí - Úlfarsfell með morgunsöng og morgvunverði á toppnum.
Lagt er af stað frá Mörkinni 6 kl. 6 stundvíslega. Einnig er hægt að mæta að upphafsstað göngu við viðkomandi fjall.
Lagt er af stað sem hér segir frá upphafsstað sem hér segir:
Helgafell - bílastæðið við Kaldársel kl. 6.15
Vífilsfell - bílastæðið við námur kl. 6.20
Keilir - bílastæðið Höskuldarvelli kl. 6.30
Helgafell, bílastæði kl. 6.15
Úlfarsfell - bílastæði sunnan við fellið kl. 6.10