Morgungöngur FÍ - á fjöll við fyrsta hanagal, 7. - 11. maí

Morgungöngur Ferðafélagsins hefjast mánudaginn 7. maí. Gengið verður á fjöll í nágrenni Reykjavíkur alla daga vikunnar og lagt af stað kl. 06 frá Mörkinni.  Mánudaginn 7. maí verður gengið á Helgafell, bæjarfjall Hafnfirðinga, Þriðjudaginn á Vífílsfell, miðvikudaginn á Grímannsfell, fimmtudaginn á Keili og á föstudag verður farið í Viðey og gengið þar á hæsta hól.  Þátttaka er ókeypis í morgungöngurnar allir velkomnir.

 

 

Móskarðhóp
Morgunganga 2006. Á leið niður af Móskarðshnjúkum, Snæfinnur sá um teygjuæfingar fyrir hópinn.

 

Helgafell1505
Morgunganga 2006, Helgafell, Páll Ásgeir risi aftastur.

Laufskörð
Morgunganga 2005, á leið í Laufskörð, forsætisráðherra slóst með í för.

 

Vifilsfell

Morgunganga 2005, fyrsta morgunganga FÍ , glaðir morgunhanar á topp Vífislfells kl  7.37

Helgufoss
Morgunganga FÍ 2006, við Helgufoss

Keilir
Morgunganga FÍ 2006 Keilir