ÂHann Tumi fer á fætur, við fyrsta hanagal,” segir í kvæði sem öll börn á Íslandi kunnu áður en sjónvarpið náði almennri útbreiðslu og er sungið við lag eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
Ferðafélag Íslands hefur í nokkur ár vaknað við fyrsta hanagal í eina viku á hverju vori og staðið fyrir svokölluðum morgungöngum sem standa yfir alla næstu viku 3-7 maí
Ãessar hressandi göngur hafa notið mikilla og sívaxandi vinsælda undanfarin ár og virðast margir nota þetta tækifæri til að hefja göngusumarið og gera átak fyrir sig persónulega. Í þessum ferðum er lögð áhersla á þá einstæðu samvist við náttúruna sem býðst á þessum tíma sólarhrings þegar fólkið er sofandi er fuglarnir eru að vakna og allt leiftrar og logar af lífi á íslenskum vormorgni. Göngurnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem hressandi morgunstemmning í kátum félagsskap fremur en svínslega erfiðar fjallgöngur.
Ãað eru hjónin Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir sem stjórna morgungöngunum eins og tvö undanfarin ár. Ákveðið hefur verið að þema morgungangnanna í ár verði ljóðalestur og verður lesið úr Skólaljóðunum eða öðrum ljóðbókmenntum á hverjum fjallstindi.
Ãátttakendur þurfa nánast ekkert nema viljann til þess að vakna með hröfnum á morgnana, og auðvitað góðan fatnað og gönguskó en ekkert gjald er tekið af morgungörpum. Gott er að hafa göngustafi og luma á vatnsbrúsa eða hitabrúsa í bakpokanum. Svo safnast menn saman í Mörkinni og halda þaðan á vit fjallanna stundvíslega klukkan sex.
Ãátttakendur í morgungöngu FÍ 2009 sitja á Úlfarsfelli og hlýða á fagran söng.