Morgungöngur Ferðafélags Íslands:
Við fyrsta hanagal
Mánudaginn 4. maí hefjast árlegar morgungöngur Ferðafélags Íslands. Að vanda vakna þátttakendur við fyrsta hanagal og safnast saman í Mörkinni við húsakynni FÍ klukkan sex stundvíslega á hverjum morgni. Þaðan aka menn saman og deila ef til vill bílum að upphafsstað göngu. Einnig er hægt að mæta við upphafsstað göngu hvern dag ef það hentar þátttakendum betur. Alla daga er lagt af stað úr Mörkinni klukkan sex og eigi mínútu síðar.
Stjórnandi morgunganga er Páll Ásgeir Ásgeirsson og líkt og á fyrra ári verður boðið upp á einhvern óvænta atburð í tengslum við göngurnar. Í fyrra komu prestur, karlakór og leikfimikennari við sögu og í ár lítur úr fyrir að rímnastemmur hljómi, karlakór syngi og hjartalæknir og þjóðþekktur rithöfundur láti ljós sitt skína. En eina leiðin til að komast að hinu sanna í þessu efni er að mæta og upplifa þá stórkostlegu stemmningu sem gefst í hinu bjarta morgunsári þegar borgin sefur en náttúran vaknar. Reynsla undanfarinna ára bendir til þess að aðsókn verði mjög góð en reynt er að sjá til þess að þátttakendur séu komnir aftur til vinnu milli klukkan níu og tíu.
Fjöllin sem gengið verður á eru þessi.