Myndakvöld FÍ í kvöld - Max Schmid

Sá sem sýnir myndirnar er svissneski ljósmyndarinn Max Schmid - sem raunar hefur ferðast víða um náttúru Íslands og tekið myndir. 

Ísland er honum hjartfólgið og undanfarin 40 ár hefur hann verið hér á hverju ári og oft dvalið um lengri og skemmri tíma á öllum árstíðum. Fjölmargar bækur hafa komið út með ljósmyndum hans frá ýmsum löndum. Þar er um að ræða Norðurlöndin og önnur Evrópulönd, Ameríku frá Alaska í norðri til Eldlands í suðri og Suðurskautslandið og Kerguelen og myndir frá Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Nokkrar bókanna eru einvörðungu með myndum frá Íslandi.  Þar koma í  hugann bækurnar

>> Akureyri - blómlegur bær í norðri - árið 1984

>> Iceland - the exotic north - árið 1985

>> ISLAND - árið 1995

>> Íslands óbeisluð öfl - árið 2006