Næsta skrefið 2019 er sjálfstætt framhald af Fyrsta skrefinu. Kynningarfundur vegna verkefnisins verður miðvikudaginn 28. ágúst kl. 20 í risi Ferðafélags Íslands. Verkefnið er marghliða heilsuátak sem hefst í september og lýkur í desember.
Uppistaða verkefnisins eru léttar fjallgöngur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Einnig eru þau nýmæli að farið verður i nokkrar léttar hjólaferðir. Þá verður kennd dansleikfimi, Zúmba. Farið verður reglulega í sjósund undir handleiðslu leiðbeinanda.
Næsta skrefið hentar öllum sem vilja létta fjölbreytta hreyfingu.
Verkefnisstjóri er Reynir Traustason.