Jarlhettur, Jarlhettutraðir, Langleiðin, Farið, Farvegur, Austurstræti, Neshagavellir, Jarlhettustígur, Jarlhettubraut, Ólafsvegur, Tröllastígur, Silfurgata, Kristínarstígur, Á gönguleið, Hagavatnsvegur, Hagavatnsmelur, Breiðháls, Skjaldbreiðarvegur, Eyfirðingavegur syðri, Eyfirðingavegur, Vegur Skjaldbreiðar, Sunnan Langjökuls, Hagavagninn, Hagamelur og Barónsstígur eru á meðal tilnefninga á nafni á nýrri gönguleið FÍ sem liggur frá Skálpanesi, um Jarlhettudal að skála FÍ við Einifell, yfir nýja brú FÍ yfir Farið, að Hlöðuvöllum undir Hlöðufell, að Karli og Kerlingur undir Skjaldbreið, inn Langadal, um Klukkuskarð og að Laugarvatni.
Ferðafélagið fór þess leið fyrst árið 2006 og hefur leiðin notið vaxandi vinsælda og í sumar voru fjölmargir hópar sem fóru þessa leið.
Ólafur Örn Haraldsson sem hefur verið fararstjóri FÍ í þessum ferðum og hugmyndasmiður að leiðinni taldi að tímabært væri að gefa henni nafn og var því óskað eftir tilllögum frá félagsmönnum og áhugasömum um málið.
Nú hafa borist alls um 50 tillögur að nafni og mun dómnefnd leggjast undir feld og tilkynna um nafn á leiðinni í desmeber. Glæsileg verðlaun eru í vinning fyrir það nafn sem verður valið, eða sumarleyfisferð með FÍ að eigin vali fyrir tvo.