Námskeið fyrir félagsmenn - Vetrarfjallamennska og skyndihjálp í óbyggðum

Ferðafélag Íslands býður upp á námskeið bæði fyrir félagsmenn, sem og lokuð námskeið sérstaklega fyrir fararstjóra.  Á næstunni verður boðið upp á námskeið fyrir félagsmenn, bæði í skyndihjálp i óbyggðum sem og vetrarfjallaferðamennsku.

Vetrarfjallamennsku námskeið  fyrir vant göngufólk sem vill stunda fjallgöngur allt árið.
Dagsetning 10. - 11. mars
Umsjón: Örvar og Ævar Aðalsteinssynir
Verð kr. 12.000 / 15.000

Hentar vönu göngufólki sem vill ferðast örugglega á fjöllum jafnt sumar sem vetur.

Helgarferð – gist í skála. Staðsetning fer efir snjóalögum.

Undirbúningskvöld 1 – 2 klst. í sal FÍ mið. 7. mars  kl 20.00.

 Brottför kl: 7.00 laugardag 10 mars
Komið heim kl:  19.00 sunnudag 11. mars

Tilhögun námskeiðsins

Undirbúningskvöld:

Búnaðarkynning. Farið yfir fatnað og nauðsynlegan búnað. Örfáir hnútar kenndir og að binda sig í línu og fara í klifurbelti. Rædd tilhögun helgarinnar veðurspá og fl.

 Laugardagur:

Gengið að æfingastað.

Æfingar ss. notkun ísaxar og mannbrodda. Að ganga í línu.Tryggingar í snjó og klettum á blandaðri klifurleið. Þetta æft við öruggar aðstæður.

 Sunnudagur:

Farið í fjallgöngu þar sem atriði frá laugardeginum eru notuð. Einnig hugað að snjóflóðahættu og mati á henni.