Námskeið í vetrarfjallamennsku 9. febrúar nk.

Ferðafélag Íslands býður upp á námskeið í vetrarfjallamennsku laugardaginn 9. febrúar nk. Á námskeiðinu er farið í grundvallaratriði vetrarfjallamennsku, búnað til fjallamennsku, leiðaval og snjóflóðahættu. Leiðbeint er um göngu í snjó og notkun ísaxar og ísaxarbremsu, göngu á mannbroddum og snjó- og ístryggingar. Fjallað um hnúta, línumeðferð, sig og létt snjó- og ísklifur.

9. febrúar, laugardagur

Leiðbeinendur: Ævar og Örvar Aðalsteinssynir. Hámarksfjöldi: 15.

Brottför: Kl. 7 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.

Á námskeiðinu er farið í grundvallaratriði vetrarfjallamennsku, búnað til fjallamennsku, leiðaval og snjóflóðahættu. Leiðbeint er um göngu í snjó og notkun ísaxar og ísaxarbremsu, göngu á mannbroddum og snjó- og ístryggingar. Fjallað um hnúta, línumeðferð, sig og létt snjó- og ísklifur.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur hafi kynnst:

  • undirstöðuatriðum í fjallamennsku til að bjarga sér við íslenskar vetraraðstæður
  • tækjum og búnaði til fjallamennsku að vetrarlagi, s.s. ísöxum, mannbroddum og klifurbúnaði
  • tryggingaraðferðum í snjó
  • grunnaðferðum við mat á snjóflóðahættu

Undirbúningsfundur: Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20 í sal FÍ, Mörkinni 6. 

Verð: 8.000/11.000. Innifalið: Rúta og fararstjórn.

Skráning á skrifstofu FÍ