Námskeið: Skyndihjálp og óhöpp í óbyggðum - Laus pláss

Námskeið: Skyndihjálp og óhöpp í óbyggðum

19., 21. og 26. febrúar

Leiðbeinendur: Ævar og Örvar Aðalsteinssynir.

Kennt: Kl. 18-22 í sal FÍ, Mörkinni 6.

Verklegt námskeið fyrir göngufólk í skyndihjálp og viðbrögðum við óhöppum í óbyggðum. Eftir stutta upprifjun á grunnatriðum skyndihjálpar er lögð aðaláhersla á raunhæf verkefni og fræðslu og frásagnir af slysum á Íslandi og þannig reynt að æfa viðbrögð við óhöppum. Námskeiðið endar á verklegri útiæfingu þar sem björgunarfólkið þarf að fást við stórslasaða sjúklinga.

Verð: 12.000/15.000. Innifalið: Kennsla og verklegar æfingar.