FÍ og Skíðagöngufélagið Ullur standa fyrir gönguskíðanámskeið fimmtudaginn 5. febrúar kl. 20. Á námskeiðinu verður farið yfir það helsta i um búnað, fatnað, áburð, skíðasvæði ofl. Kærkomið tækifæri til að læra það helsta um gönguskíði, búnað, tækni og fleira.
Fræðslan skipist í tvo hluta, annars vegar um skíðagöngu í troðnum brautum og hins vegar um skíðagöngu utan brautar.
Á kvöldinu verður jafnframt boðið upp á skiptimarkað á búnaði, sem og sölu á notuðum skíðabúanaði á góðu verði. Þátttaka á námskeiðið er ókeypis, allir velkomnir.
Námskeiðið er haldið í FÍ salnum Mörkinni 6.