Námskeið um Vatnajökulsþjóðgarð

Náttúruperlan Vatnajökulsþjóðgarður: Snæfell og Eyjabakkar Í samstarfi við Vini Vatnajökuls - hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs Vatnajökulsþjóðgarður er víðfeðmur og fjölbreytilegur. Hann er stærsti þjóðgarður Evrópu, hátt í 14 þúsund ferkílómetrar að stærð. Á námskeiðinu mun Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur fjalla um náttúru norðausturhorns garðsins, nánar tiltekið Snæfell, Eyjabakka og umhverfi. Aðallega verður fjallað um gerð og aldur jarðlaga á svæðinu, landmótun, eðli og sögu jöklanna og jarðhita sem fáir veita athygli. Auk þess verður komið inn á gróðurfar og dýralíf á svæðinu. Snæfell setur mjög svip sinn á umhverfið og verður ekki um landið fjallað nema nefna það sérstaklega. Nokkrum gönguleiðum á fjallið verður lýst.Hér er um að ræða frábært námskeið fyrir alla þá sem áhuga hafa á náttúru Íslands og ekki síst þá sem stefna á að skoða þennan sérstæða hluta Vatnajökulsþjóðgarðs.Kennari: Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur
Tími:
Þri. og fim. 2. og 4. mars kl. 20:15 - 22:15
Verð:
8.500 kr.
Staður:
Endurmenntun, Dunhaga 7
Innritun og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar HÍ