Náttúruverndarþing

Náttúruvernd á krossgötum – vörn og sókn

Náttúru- og umhverfisverndarsamtök á Íslandi boða til náttúruverndarþings í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð laugardaginn 24. apríl nk. kl. 10.00-15.30.

Náttúruverndarþing er haldið til að leiða saman alla þá sem hafa áhuga á umhverfis- og náttúruverndarmálum. Markmiðið er að skapa öflugan grundvöll samstarfs og umræðu um málefni og baráttuaðferðir náttúruverndarfólks og náttúruverndarsamtaka á Íslandi.

Dagskrá þingsins er tvíþætt. Fyrri hluta dags verða flutt erindi um verkefni sem verið hafa til skoðunar og í umræðunni að undanförnu s.s. rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða, verndun jarðminja á framkvæmdasvæðum, endurheimt votlendis, loftslagsbreytingar og löggjöf um náttúruvernd.  Einnig verður fjallað um stöðu og þýðingu náttúruverndar og spáð í framtíðina. Seinni hluti þingsins verður að hætti Heimskaffis helgaður málstofum um verkefnin framundan og leiðir til að takast á við þau.

Mikilvægt er að náttúruverndarfólk fjölmenni á þingið til að leggja á ráðin og hafa áhrif á þróun náttúruverndar á Íslandi til framtíðar.

Boðið verður upp á kaffiveitingar,  súpu og brauð í hádeginu. Sjá dagskrá í viðhengi.

ALLIR VELKOMNIR!

 

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Landverndar í síma 552 5242
 eða með pósti til 
sigrunpals@landvernd.is

 

Nánari upplýsingar hjá Einari Ó. Þorleifssyni í síma 857 2161 og

Sigrúnu Pálsdóttur í síma 552 5242/866 9376 

P.s. Þingið er haldið á vegum helstu náttúruverndarsamtaka á Íslandi í dag. Hugmyndin er að halda náttúruverndarþing frjálsra félagsamtaka annað hvert ár í framtíðinni.

 

VINSAMLEGAST DREIFIÐ BOÐINU TIL ÁHUGAFÓLKS UM NÁTTÚRUVERND!