Nokkur laus pláss í ferðina: S-5 Á skálavakt frá Aðalvík til Hrafnfjarðar

 

Það eru nokkur laus pláss í ferðina S-5 Á skálavakt frá Aðalvík til Hrafnfjarðar sem farin er 30. júní til 7. júlí.
Til að fá meiri upplýsingar um ferðina vinsamlega hafið samband við skrifstofu í síma 568-2533 eða sendið tölvupóst á fi@fi.is

  

Á skálavakt frá Aðalvík til Hrafnfjarðar - Ferðir FÍ

Númer:

S-5
Dagsetning: 30.6.2010
Brottfararstaður: Ísafjörður
Viðburður: Á skálavakt frá Aðalvík til Hrafnfjarðar
Erfiðleikastig: Nokkuð langar dagleiðir (yfirleitt 6 – 8 klst.)  oftast gist í húsum en getur þurft að bera tjöld • gengið í fjalllendi • getur þurft að vaða erfiðar ár • þátttakendur þurfa að vera í góðri þjálfunNokkuð langar dagleiðir (yfirleitt 6 – 8 klst.)  oftast gist í húsum en getur þurft að bera tjöld • gengið í fjalllendi • getur þurft að vaða erfiðar ár • þátttakendur þurfa að vera í góðri þjálfunNokkuð langar dagleiðir (yfirleitt 6 – 8 klst.)  oftast gist í húsum en getur þurft að bera tjöld • gengið í fjalllendi • getur þurft að vaða erfiðar ár • þátttakendur þurfa að vera í góðri þjálfun
Lýsing:

S-5

HORNSTRANDIR

Á skálavakt frá Aðalvík til Hrafnfjarðar             

30. júní-7. júlí, 8 dagar

Fararstjóri: Eygló Egilsdóttir

Hámarksfjöldi: 16

Í þessari ferð verður gengið milli flestra gistiskála á Hornströndum sem við höfum völ á. Reiknað er með einni til tveimur gistinóttum á hverjum stað. Sameiginlegur matur, sem ekki er innifalinn í fargjaldi, verður fluttur milli gististaða (nema til Hlöðuvíkur) en annar farangur er borinn. Þátttakendur koma til Ísafjarðar þriðjudaginn 29. júní og gista þar á eigin vegum.

1. dagur, miðvikudagur: Siglt frá Ísafirði að Sæbóli í Aðalvík miðvikudaginn 30. júní. Ef veður og tími leyfir er möguleiki á að ganga á Darra og skoða stríðsminjar Breta áður en gengið er til fyrsta gististaðar á Hesteyri.

2. dagur: Gengið frá Hesteyri um Hesteyrarbrúnir og Kjaransvíkurskarð til Hlöðuvíkur.

3. dagur: Gengið um í Hlöðuvík.

4. dagur: Gengið frá Hlöðuvík um Rekavík bak Höfn, Hornvík og Kýrskarð til Látravíkur. Gist í Hornbjargsvita í tvær nætur.

5. dagur: Dvalið í Látravík og gengið ef veður leyfir á Kálfatinda í Hornbjargi.

6. dagur: Gengið um Axarfjall, Smiðjuvík og Barðsvík til Bolungarvíkur.

7. dagur: Gengið um í Bolungarvík.

8. dagur: Gengið um Furufjörð yfir Skorarheiði í Hrafnfjörð þangað sem hópurinn verður sóttur og siglt miðvikudaginn 7. júlí til Ísafjarðar.

Verð: 64.000 / 69.000

Innifalið: Sigling, gisting, flutningur á sameiginlegum mat og fararstjórn.