Jökulfirðir, Höfðaströnd, Grunnavík og Snæfjallaheiði
7.-11. júlí, 5 dagar
Fararstjóri: Sigríður Lóa Jónsdóttir
Ferðin er í beinu framhaldi af ferð sem hefst 3. júlí en síðasti dagur fleirrar ferðar og fyrsti dagur þessarar skarast. Boðið er upp á að fara í alla ferðina 3.-11. júlí (9 dagar) eða einungis í fyrri hluta hennar (5 dagar) eða síðari hlutann (5 dagar).
B. Síðari hluti: 7.-11. júlí
Í ferðinni verður gengið með búnað og vistir. Gist verður í tjöldum í tvær nætur og í húsi í Grunnavík í tvær nætur. Gert er ráð fyrir sameiginlegum mat fyrir hópinn í Grunnavík (ekki innifalinn í verði ferðarinnar) sem verður fluttur flangað.
1. dagur, miðvikudagur: Siglt frá Ísafirði í Rangala í Lónafirði, þar sem verða sóttir farþegar sem eru að ljúka fyrri hluta ferðarinnar. Siglt í botn Hrafnfjarðar og tjaldað þar. Litast um í Hrafnfjarðarbotni, gengið að Gígjarsporshamri, með Skorará og að Skorarvatni.
2. dagur: Gengið út Hrafnfjörð og legstaður Fjalla-Eyvindar skoðaður. Haldið áfram um Kjós og Leirufjörð og tjaldað í námunda við Þæðareyri.
3. dagur: Gengið um Höfðaströnd og Staðarheiði í Grunnavík, þar sem gist verður í húsi til tveggja nátta. Þar bíður hópsins sameiginlegur matur fyrir síðustu daga ferðarinnar.
4. dagur: Dvalið í Grunnavík, sögusviðið skoðað og gengið á Maríuhorn. Grillveisla um kvöldið.
5. dagur: Gengin gamla póstleiðin um Snæfjallaheiði og að Berjadalsá á Snæfjallaströnd. Siglt þaðan til Ísafjarðar þar sem ferð lýkur.
Verð fyrir síðari hluta: 33.000 / 38.000
Verð fyrir fyrri og síðari hluta: 64.000 / 69.000
Innifalið: Sigling, gisting í Grunnavík, flutningur á sameiginlegum mat og fararstjórn.