Ferðafélag Íslands hefur gefið út fræðsluritið Norður við fjölvindahaf sem Hallvarður Guðlaugsson úr Hlöðuvik ritar. Hallvarður (faðir Guðmundar Hallvarðssonar) hefur í þessu riti tínt til gagnmerkan fróðleik um Hlöðuvík og æskuslóðir sinar. Fjallað er um fyglinga og bjargsig en jafnframt um örnefni í Hælavíkurbjargi, Hælavík og á leiðinni milli Hlöðuvíkur og Hesteyrar; og eru öll nöfn sett inn á skírar loftmyndir. Hér er þó engin nafnaþula á ferð, nöfnunum fylgja gjarnan sögur, spaugilegar eða hamrænar en aldrei hversdagslegar, sem gefa okkur nútímafólki sýn inn í lif og lífsbaráttu fyrri tíðar fólks við fjölvindahaf. Ritið fæst á skrifstofu FÍ og kostar kr. 1900.