Á aðalfundi FÍ 21. mars sl. var samþykkt ný umhverfisstefna félagsins. Ferðafélags Íslands hefur í starfi sínu í 85 ár tekið afstöðu með náttúru landsins eins og fram kemur í lögum og markmiðum félagsins en í lögum félagsins segir meðal annars: Ferðafélag Íslands skal stuðla að góðri umgengni ferðamanna og vernd náttúru landsins, m.a. með samstarfi við umhverfis- og náttúruverndaraðila.
Umhverfisstefna Ferðafélags Íslands
Ferðafélag Íslands skal vera í fararbroddi á sviði umhverfismála og stuðlar að sjálfbærri þróun í starfi sínu.
Ferðafélag Íslands leggur áherslu á að þekkja umhverfisáhrif starfsemi sinnar og leitast við að lágmarka þau áhrif. Til þess að ná stöðugt betri árangri á þessu sviði eru þýðingarmiklir umhverfisþættir vaktaðir og markvisst unnið að umbótum.
Ferðafélag Íslands vill stuðla að góðri umgengni ferðamanna og vernd náttúru landsins, m.a. með samstarfi við umhverfis- og náttúruverndaraðila.
Ferðafélag Íslands tekur tillit til umhverfismála í allri starfsemi félagsins og stuðlar þannig að betra umhverfi í náttúru Íslands.
Ferðafélag Íslands sýnir náttúru Íslands virðingu og leitast við að valda sem minnstu raski í umhverfinu í ferðum félagsins og á skálasvæðum og í öllu starfi félagsins.
Ferðafélag Íslands leggur áherslu að uppbygging skála á hálendi Íslands vegna öryggis og þjónustu við ferðamenn skuli vera einföld og umhverfisvæn.
Ferðafélag Íslands leggur áherslu á að uppbygging samgangna á hálendi Íslands vegna öryggis og þjónustu við ferðamenn skuli vera einföld og umhverfisvæn.
Ferðafélag Íslands leggur áherslu á að starfsfólk, sem og aðrir sem vinna fyrir félagið, hafi hæfni og þekkingu til að framfylgja umhverfisstefnu félagsins.
Ferðafélag Íslands kynnir stefnu sína í umhverfismálum opinberlega og gerir grein fyrir árangri félagsins í umhverfismálum og stuðlar þannig að opinni og málefnalegri umræðu.
Samþykkt á aðalfundi FÍ 22. mars 2013.