ÁGÆTU HORNSTRANDAFARAR.
Við viljum minna á fyrstu göngu ársins, BORGARGÖNGU HORNSTRANDAFARA OG F.Í. þann 13. janúar 2008. Lagt af stað frá Mörkinni 6 kl 10:30. Genginn verður ca. 2 klst. hringur um nærliggjandi hverfi. Á leiðinni er staldrað við nokkur forvitnileg hús og saga þeirra rakin. Göngunni lýkur á sama stað, með mögulegri viðkomu á kaffihúsi. Fótabúnaður og klæðnaður taki mið af veðri en það lítur út fyrir gott gönguveður. Leiðsögn: Pétur H. Ármannsson, arkitekt.
Með bestu nýárskveðjum,
stjórn Hornstrandafara.
ps.
Við minnum einnig á Aðalfund Hornstrandfara laugardaginn 19. janúar.
Á dagskrá eru:
- venjuleg aðalfundastörf
- myndasýning, Gísli Már Gíslason sýnir myndir úr Færeyjaferð.
Stjórnin