Á heimasíðu FÍ er nýtt myndakerfi þar sem hægt er að skoða myndir úr ferðum og starfi FÍ. Smellt er á linkinn myndir á borðanum undir myndahausnum efst á síðunni. Félagsmenn eru hvattir til að senda myndir úr ferðum á fi@fi.is og verða myndir settar í myndabankann. Nýjustu myndirnar eru úr göngugleði FÍ í vetur.
Hægt er að velja ,,sets" þegar komið er á myndavefinn, og síðan velja ,,view as slideshow " þegar búið er að velja myndasafn sem á að skoða. Hægt er að stýra hraða á myndbirtingum með því að sitlla tíma, með því að færa bendilinn ofan við myndina sem birtist, og þar er valið um fjölda sekúnda á milli myndskipta.