Ný met var sett í sögu FÍ í aðventuferð félagsins í gærdag. Ferðin var stysta gönguferð sem félagið hefur staðið fyrir. Gangan hófst við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Þaðan var gengið í Alþingishúsið, ca 75 metra og úr Alþingishúsinu yfir í Dómkirkjuna, ca 50 metra. Lauk þar göngunni og var því gengið um 125 metra í þessari gönguferð sem þó tók um 2 tíma.
Þátttakendur voru um 40 talsins. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sagði frá ýmsu skemmtilegu, bæði sögu og frá byggingum við Austurvöll. Þá fékk hópurinn mjög góð móttökur bæði í þinginu og Dómkirkjunni.
Fararstjóri var Ólafur Örn Haraldsson og var hann fyrir hönd hópsins nokkuð stoltur yfir þessu nýja meti.