Okkur finnst rigningin góð!

Það rigndi fyrst smá, svo meira og að lokum eins og hellt væri úr fötu þegar Ferðafélag barnanna gekk um Heimaey fyrir skömmu. Vaskur krakkahópur lét það þó ekkert á sig fá heldur þrammaði í fylgd með heimamanninum Magnúsi Þorsteinssyni, vestur Eyju, kíkti í Hundraðmannahelli sem reyndist ógnarlangur, virti fyrir sér stærsta fíl í heimi og skoðaði Herjólfsdal.

Við risafótboltann

Hópurinn komst í hús við gamla Herjólfsbæinn og borðaði nestið sitt í góðum músafélagsskap áður en haldið var í mikla glæfragöngu eftir Eggjunum í Dalfellinu, upp á Hána og Molda og niður í Sprönguna.Jibbí rigning!Sprangað af snilld

Þar sýndi ungur Eyjapeyi, Bjartur Týr Ólafsson, listir sínar í þessari þjóðaríþrótt heimamanna og leiðbeindi krökkunum um réttu handtökin.

Háskaslóðir

Að lokum var haldið í Fiskasafnið þar sem hægt var að klæða sig úr rennblautum yfirhöfnum og skoða alls konar kynjafiska og undraverur í tönkum og halda á krabba og kuðungum.

Á safninuLundapysja

Það vakti líka mikla gleði að fyrsta pysja haustsins var komin í hús svo hægt var að skoða hana og strjúka.

Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðinni en því miður læddist nokkur rigningarmóða inn á linsuna þegar líða tók á daginn!