Ölkelduháls með FÍ og Landvernd

Ölkelduháls og Reykjadalur – 27. mai.
Lagt verður af stað úr Mörkinni 6 kl. 9:00 og hefst fræðslufundur í hótel Eldhestum klukkan 10:00. Þar munu Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur og varaformaður Landverndar, og Björn Pálsson, héraðsskjalavörður, halda erindi um náttúrufar sögur og sagnir af svæðinu.

Eftir léttan hádegisverð, upp úr kl. 12:30, verður lagt af stað með rútu. Ekið upp á Ölkelduháls, gengið á Tjarnarhjúk og Dalaskarðshnúk horft yfir Reykjadal og Grændal. Gengið suður Dalafell niður Rjúpnabrekkur þar sem rútan tekur á móti hópnum. Leiðsögumaður Bjön Pálsson.

Verð í ferðina er kr. 3000/5000, Innifalið rúta, fararstjórn og léttur hádegisverður.