Opnar göngur Biggest Winner

Göngu- og útivistarverkefnið Biggest Winner byrjar í næstu viku og fyrstu tvær vikurnar er öllum velkomið að koma og taka þátt og máta sig við hópinn.

Fyrstu fjórar göngurnar verða farnar kl. 18 frá Morgunblaðshúsinu, þriðjudaginn 20. og fimmtudaginn 22. september

og svo þriðjudaginn 27. og fimmtudaginn 29. september.

Þessar göngur eru léttar og skemmtilegar og henta öllum byrjendum. Fólk er hvatt til að nota tækifærið og prufa að taka þátt næstu tvær viku þegar göngurnar eru opnar öllum, en í kjölfarið verður verkefninu lokað.


Í vetur mun hópurinn svo halda áfram að hittast á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18, frá september og fram í maí 2017. Mikið aðhald er í hópnum og auk þess að ganga saman tvisvar í viku eru á dagskrá þrír fyrirlestra og rúsínan í pylsuendanum er svo ganga yfir Fimmvörðuháls þar sem gist verður í Þórsmörk. Fyrir þá göngu mun hópurinn líka reyna sig á heilsdagsgöngu um Mosfellsheiðina.

Biggest Winner er verkefni fyrir fólk í yfirvigt sem langar til að styrkja sig og taka fyrsta skrefið í átt að útivist og fjallgöngum. Farið er rólega af stað með léttum göngum og stöðuæfingum. Þegar líður á verkefnið verður farið í léttar fjallgöngur sem smám saman stigþyngjast og reynslan sýnir að í maí er hópurinn búin að ganga sig upp í þoli og orðin fullfær að ganga yfir Fimmvörðuhálsinn.

Smellið hér til að skoða göngudagskrá Biggest Winner.

Umsjónarmenn verkefnisins eru Steinunn Leifsdóttir og Jóhann Aron Traustason.

Verð er 80.000 krónur fyrir félagsmenn FÍ en 87.500 krónur fyrir utanfélagsmenn. Inni í því er aðildargjöld FÍ sem innifelur árbók félagsins með göngu- og leiðarlýsingum, afslættir í alla skála og ferðir og hjá fjölda útivistarverslana.

Vitnisburðir þátttakenda

Biggest Winner hefur gefið mér aukið sjálfstraust, aukið þol og þor. Með þessum sérdeilis frábæra hópi hefur gamall draumur ræst. Með því að byrja hægt og rólega og auka svo við með jákvæðri hvatningu hefur Biggest Winner hópurinn kennt mér að ég get allt.
Linda Heide

Biggest Winner hefur gefið mér stóraukið líkamlegt þrek og úthald auk ómældrar ánægju og áhuga á útivist og vilja til að takast á við nýjar áskoranir.
Baldur Skjaldarsson

Í fyrsta sinn hef ég fundið einhverja hreyfingu sem mér líkar og get stundað með fjölskyldunni. Ég er öruggari með sjálfan mig, spennt fyrir göngum og hreyfingu, frískari og úthaldið hefur aukist til muna. Ég sef líka betur, er hressari á morgnana, hugsa meira um hollt fæði og er bara meira tilbúin fyrir lífið.
Stefanía Eiríka Kristjánsdóttir