Örfá sæti laus í Fossagönguna um helgina

Hálendið - Fossaganga á Gnúpverjaafrétti - Ferðir FÍ
Ferðir - RSS
Númer:

H-5
Dagsetning: 8.8.2009
Brottfararstaður: Árnes, kl 10
Viðburður: Hálendið - Fossaganga á Gnúpverjaafrétti
Erfiðleikastig: Miðlungslangar dagleiðir (yfirleitt 5 – 7 klst.) oft í hæðóttu landi • bakpoki þarf ekki að vera þungur • engar eða auðveldar ár • þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfunMiðlungslangar dagleiðir (yfirleitt 5 – 7 klst.) oft í hæðóttu landi • bakpoki þarf ekki að vera þungur • engar eða auðveldar ár • þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun
Lýsing:

HÁLENDIÐ
Fossaganga á Gnúpverjaafrétti. 
8. – 9. ágúst                 
Fararstjórar: Sigþrúður Jónsdóttir og Björg Eva Erlendsdóttir
Hámarksfjöldi: 30

Gengið með Þjórsá að vestan og skoðaðir 3 stórfossar hennar, Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss. Að auki er gengið á tignarsmiðina Ófærutanga og Geldingatanga.

1. d.  Lagt af stað frá Árnesi kl.10 á laugardegi og ekið um Þjórsárdal inn á Gnúpverjaafrétt að Dalsá, gljúfur hennar og fossar skoðaðir og þeir sem vilja ganga að Kjálkaversfossi. Ekið í Gljúfurleit. Heitur matur.  Gist er í skála í Gljúfurleit á Gnúpverjaafrétti 


2. d. Ekið inn að Kóngsási og gengið að Dynk. Haldið áfram niður með Þjórsá  um Niðurgöngugil að Ófærutanga og Gljúrfurleitarfossi og síðan upp með Geldingaá.  Rútan ekur fólki að Árnesi og er áætlað að koma þangað um kl. 20.

Vaða þarf nokkrar ár og stikla yfir læki. Æskilegt er að hafa með sér vaðskó.

Verð: 20.000/22.000 
Innifalið: Rúta, gisting, kvöldverður, fararstjórn.