Á hverjum miðvikudegi í maí, er farið í gönguferðir um Grafarholt og nágrenni þess. Þátttakendur safnast saman við hitaveitugeymana og þaðan er gengið í 1 ½ - 2 tíma um nærliggjandi holt og heiðar. Ferðalok eru við geymana. Ganga hefst kl 19. Ferðir sem þessar hafa verið farnar í maí undanfarin 3 ár og eru þátttakendur orðnir tæplega 500.
Þótt aðallega sé gengið á stígum, liggur leið að nokkru um móa og því ráðlegt að vera í góðum skóm. Þetta eru ekki hraðgöngur. Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs. Klæðið ykkur í samræmi við veðurútlit.
Göngustjórar eru Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson
Fjórða gangan um nágrenni Grafarholts verður miðvikudag 23. maí. Lagt verður af stað frá vatnsgeymunum kl 19. Leið: Gengið verður um stíginn sem liggur að Hádegismóum – þaðan haldið upp á Hádegisholtið – þaðan um Lyngdalsklaufina í Skálina ( Paradísardal). Úr Skálinni er gengið að hitaveiturörinu, sem liggur að tönkunum á Grafarholtinu. Þetta er ekki hraðganga. Ætlaðar eru 1 ½ - 2 stundir til ferðarinnar. Verið á góðum skóm. Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs.