Örgöngur Ferðafélags Íslands
Á hverjum miðvikudegi í maí, þ.e. 2., 9., 16., 23. og 30. maí, er farið í gönguferðir um Grafarholt og nágrenni þess. Þátttakendur safnast saman við hitaveitugeymana og þaðan er gengið í 1 ½ - 2 tíma um nærliggjandi holt og heiðar. Ferðalok eru við geymana. Ganga hefst kl 19. Ferðir sem þessar hafa verið farnar í maí undanfarin 3 ár og eru þátttakendur orðnir samtals um 400.
Þótt aðallega sé gengið á stígum, liggur leið að nokkru um móa og því ráðlegt að vera í góðum gönguskóm. Þetta eru ekki hraðgöngur. Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs. Klæðið ykkur í samræmi við veðurútlit.
Göngustjórar eru Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson
Fyrsta gangan er miðvikudaginn 2. maí. Leið: Gengið um malarstíginn, sem liggur upp Leirdalsklauf og inn á skógarstíg, sem liggur utan í Nónás. Þá er farið inn á stíg sem liggur sunnan Reynisvatns og síðan inn á stíg er liggur upp á Velli – gamla skotsvæðið. Frá Völlum er genginn stígur, sem liggur upp á Grenás sunnan Leirdals – þaðan niður Leirdal og að geymunum.
Ekkert þátttökugjald