Örgöngur Ferðafélagsins


Fjórða og síðasta gangan um nágrenni Grafarholts verður miðvikudaginn 25. maí. Lagt verður af stað frá vatnsgeymunum kl:19.  Leið: Gengið er um stíg, sem liggur að Hádegismóum – Þaðan haldið upp á Hádegisholt – þaðan um Lyngdalsklauf í Skálina (Paradísardal) – úr Skálinni niður á göngustíg sem liggur að geymunum.  Leiðin er að nokkru utan stíga og því ráðlegt að vera í góðum gönguskóm.  Þetta er ekki hraðganga.  Ætlaðar eru 1 ½ - 2 klukkustundir til ferðarinnar. Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs.

Þetta er síðasta örgangan á þessu vori.

Fararstjórar:  Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson