Örgöngur
Miðvikudagana 22. apríl, 29. apríl, 6.maí,13. maí og 20.maí verða farnar gönguferðir um nágrenni Grafarholts. Þetta verða stuttar ferðir sem taka eina og hálfa til tvær klukkustundir. Í áætlun Ferðafélagsins kallast þær örgöngur.
Gönguleiðir eru:
1. Frá hitaveitugeymunum á Holtsskyggni - eftir stíg yfir golfvöllinn - upp á Hádegisholt - um Lyngdalsklauf - um Skálina - niður brekkuna með Nesjavallaleiðslunni.
2. Frá hitaveitugeymunum eftir göngustígnum sunnan byggðarinnar að Sæmundarskóla - með Reynisvatni norðanverðu - um austurhlíðar Reynisvatnsássins - yfir ásinn og niður að Reynisvatni austanverðu. Þeir sem stytta vilja gönguna geta bæst í hópinn við Sæmundarskóla u.þ.b. kl. 19:20.
3. Frá hitaveitugeymunum - með hitaveituröri Nesjavallaveitu upp á brekkubrún - um Grafarsel suður að Rauðavatni - með norðanverðu vatninu að Lyngdal - um Lyngdal að Skálinni - þar niður á göngustíg yfir golfvöllinn.
4. Frá hitaveitugeymum eftir göngustígnum sunnan byggðarinnar - um Leirdal upp á Vellina - þar til norðurs niður að Reynisvatni - með vatninu sunnanverðu eftir stíg að hitaveitugeymum. Þeir, sem stytta vilja gönguna, geta hafið hana hjá Sæmundarskóla kl. 19:15 og gengið þaðan upp Leirdalinn.
5. Frá hitaveitugeymunum - um Kristnibraut - inn á göngustíg við Sóltorg. Stígum fylgt um norðanverðan Grafarvoginn og umhverfis voginn.
Göngurnar hefjast kl 19:00. Göngustjórnar verða Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson. Gengið verður í öllum veðrum. Gönguleiðir liggja að mestu leyti um malarstíga en að nokkru um óraskað land. Hafið góða skó. Fylgist með fréttum á vef Ferðafélags Íslands. Vera má að röð ferða breytist vegna veðurs.