Öryggi á jöklum

Að undanförnu hefur verið unnið að kortlagningu á sprungusvæðum á jöklum.  Þessi vinna var sett í gang í því skyni að auka öryggi í ferðalögum um jökla, en FÍ styrkt verkefnið með myndarlegum hætti.

Núna er kortlagningu Langjökuls og Snæfellsjökuls lokið og er hægt að nálgast nánari upplýsingar og sprungukortin á vefnum safetravel.is sem Landsbjörg heldur úti.  Upplýsingar um sprungukortin er að finna hér.

Við hvetjum jöklafara til að nýta sér þessi gögn en minnum um leið á að góðar upplýsingar koma ekki í staðinn fyrir almenna aðgæslu sem ávallt þarf að viðhafa á jöklum.