Öryggismál bætt í Egilsseli

Egilssel á Lónsöræfum í vetrarbúningi
Egilssel á Lónsöræfum í vetrarbúningi

Blásið var til vinnuferðar upp í fjallaskálann Egilssel á Lónsöræfum um helgina í þeim tilgangi að laga fjarskiptamál skálans sem hafa verið í ólestri.

Í ferðinni var sett upp ný VHF talstöð með betra loftneti og að auki Tetra talstöð sem er í beinu sambandi við Neyðarlínuna.

Ferðafélag Íslands hafði frumkvæði að því að þetta verkefni var klárað og styrkti verkið en Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hafði yfirumsjón og bar hitann og þungan af framkvæmdinni. 

Egilssel liggur á hinni vinsælu gönguleið um Lónsöræfi og Þórhallur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs segir að þetta skipti sköpum fyrir öryggismál á svæðinu.

„Þetta er fyrst og fremst öryggisatriði, það er ekki trygg hlustun á VHF rásirnar en með Tetra stöðinni þá er hægt að kalla á hjálp beint inn á 112 á hvaða tíma sólarhrings sem er.“

Mikil sjálfboðavinna hefur farið í þessar framkvæmdir og segir Þórhallur að tvær sérstakar vinnuferðir hafi verið farnar upp í Egilssel í þessum tilgangi. Auk Ferðafélags Íslands og Ferðafélags Fljótsdalshéraðs hafa Björgunarsveitirnar Jöklar og Hérað ásamt Neyðarlínunni veitt verkefninu ómetanlega aðstoð.

Fjarskipti í Egilsseli   Fjarskipti í Egilsseli

Hér má sjá nýja fjarskiptabúnaðinn: Tetra stöðin vinstra megin og VHF stöðin hægra megin

..............

Viltu fá reglulegar fréttir frá Ferðafélaginu beint í pósthólfið þitt?

Við sendum vikulega út fréttabréf með fréttum af ferðum og viðburðum, tilboðum til félagsmanna, segjum frá færð á hálendinu, skálum víða um land, skemmtilegum uppákomum og bendum á alls konar fróðleik og námskeið.

Fá FÍ fréttabréf

Smelltu á bláa boxið hér að ofan til að skrá þig á fréttabréfalistann okkar