Fjölbreytt FÍ Fræðslukvöld

Nokkrir spennandi örfyrirlestrar fyrir ferðafélaga og útivistarfólk verða á Fræðslukvöldi Ferðafélagsins sem haldið verður fimmtudaginn 12. apríl í sal FÍ, Mörkinni 6.

Fræðslukvöldið hefst kl. 20 og alls verða örfyrirlestrarnir sjö:

  • Ólafur Már Björnsson augnlæknir opnar augu fólks fyrir því hvernig best má njóta fegurðar náttúrunnar með því að huga vel að augunum og sjóninni í fyrirlestri sem hann nefnir augu og útivist. 
  • Rikki í Garmin verður með fyrirlestur um snjóflóðabúnað og útivistartæki. 
  • Hjalti Björnsson, fararstjóri hjá FÍ, verður með fræðslu um öryggisreglur í fjallamennsku. 
  • Auður Kjartansdóttir, sérfræðingur á ofanflóðasviði Veðurstofunnar, fjallar um snjóflóðahættu og leiðaval.
  • Neyðarlínan kynnir 112 appið.
  • Helgi Jóhannesson og Tómas Guðbjartsson fjallaskíðagarpar renna yfir fjallaskíðaleiðir. 
  • Að lokum mun Anna í Celcius segja okkur allt um hvað áburð er best að bera í andlitið út frá sól og birtu, veðri og vindum, hita og kulda.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.