Páll Guðmundsson í Áttavitanum

Gestur okkar í fimmta þætti Áttavitans, hlaðvarps ferðafélagsins, er Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Í þættinum ræða þeir Páll og Bent um ferðafélagið vítt og breitt.  Allt frá stofnun félagsins til dagsins í dag.  Ferðafélag Íslands var stofnað 27. nóvember 1927 og fagnaði því 90 ára afmæli sl. haust, félagðið er nú með um 8.000 félagsmenn. 

Félagið er með veglega ferðaáætlun á hverju ári og nú í ár eru um 200 ferðir í boði, það er óhætt að segja að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.  Ferðafélagið og deildir þess reka saman um 40 skála á hálendi Íslands og í óbyggðum Ferðafélag Íslands sjálft rekur um 15 skála.

Eins og Páll segir í þættinum þá er eitt aðalmarkmið Ferðafélagsins að hvertja landsmenn og félagsmenn til að fara út í náttúruna.  Með allar þær ferðir í boði, fjallaverkefni, fræðslufundi, uppbyggingu gönguleiða, árbók, skála félagsins á hálendi Íslands og ekki síst frábært starf sjálfboðaliða innan félagsins má segja að Ferðafélag Íslands styrkist með hverju ári.