Skíða- og gönguferð um páska á Hornströndum - 5 dagar
9.-13. apríl
Hámark: 16
Fararstjórar: Bragi Hannibalsson og Sigrún Valbergsdóttir
Þátttakendur koma á eigin vegum til Ísafjarðar en á skírdagsmorgun kl. 10 er farið með bát til Hesteyrar í Jökulfjörðum þar sem dvalið verður í gamla Læknisbústaðnum fram á annan í páskum. Matur borinn frá skipi og upp í hús sem þarf að vekja úr vetrardvala.
2.-5. dagur Stefnt er að löngum gönguferðum hvern dag, t.d. að Sléttu, að Stað í Aðalvík og í Stakkadal. Einnig á nálæg fjöll s.s. Nasa, Mannfjall og Kagrafell. Allt háð veðri og færð. Á annan í páskum er hópurinn sóttur að Hesteyri í tæka tíð fyrir kvöldflug til Reykjavíkur.
Allur matur keyptur inn sameiginlega, en er ekki innifalinn í verði.
Verð: 38.000/41.000
Innifalið: sigling, gisting og fararstjórn.