Páskaferð á Snæfellsnes
21. - 25 .apríl
Fararstjóri: Eygló Egilsdóttir
Páskaferð með Ferðafélaginu á Snæfellsnes. Þátttakendur koma á eigin vegum að Lýsuhóli þar sem gist er í ferðinni. Allur kostnaður við ferðina, gisting, sameiginlegur matur, rútuleggir á svæðinu er gerður upp á staðnum og deilt niður á þátttakendur. Undirbúningsfundur með fararstjóra í vikunni fyrir páska.
Gist á Lýsuhóli, góð hús-heitur pottur
Sameiginlegur matur – kostnaður ekki innifalinn
Ferðir að og frá- upphafi og enda gönguleiða – kostnaður ekki innifalinn
Farið á eigin bílum frá Reykjavík, mæting kl 12:00 á fimmtudegi á Lýsuhóli
Heimferð kl. 10:00 á sunnudegi frá Lýsuhóli
Gönguplan
Fimmtudagur /Klettsgata ca 2-3 tímar
Föstudagur/Böðvarskúla-af heiðinni ca 6-8 tímar
Laugardagur/Korri, Stafnafell, Bjarnafossdalur ca 5-6 tímar
Sunnudagur/Kambsskarð ca 4-5 tímar.
Gönguhraði hægur-markmið að njóta útiverunnar- hentar öllum sem eitthvað hafa gengið
Farið yfir sögu Björns Breiðvíkings, Fróðárundra og Máhlíðingamála.