Nú fer senn að líða að Páskum og fer hver að vera síðastur að skrá sig í ferðina P-1 Hornstrandir um Páska með Braga og Sigrúnu.
Síðasti dagur skráningu og greiðslu er Mánudaginn 3.mars
20 - 24. mars.
Hámarksfjöldi: 18.
Leiðsögumenn: Bragi Hannibalsson og Sigrún Valbergsdóttir.
Flogið verður til Ísafjarðar á skírdagsmorgun og farið beint með báti til Hesteyrar í Jökulfjörðum. Þar verður dvalið í gamla Læknisbústaðnum fram á annan í páskum. Matur borinn frá skipi og upp í húsið sem þarf að vekja úr vetrardvala.
2. - 5. dagur Stefnt er að löngum gönguferðum á hverjum degi, t.d. að Sléttu, að Stað í Aðalvík og í Stakkadal. Einnig á nálæg fjöll, s.s. Nasa, Mannfjall og Kagrafell. Allt háð veðri og færð. Á öðrum í páskum er hópurinn sóttur að Hesteyri, tímanlega fyrir kvöldflug til Reykjavíkur.
Allur matur er keyptur inn sameiginlega en er ekki innifalinn í verði.
Verð: 40.000 / 43.000
Innifalið: Flug, bátsferð, gisting og fararstjórn.