Póstkassar og gestabækur á Esjuna

Ferðafélagið hefur um árabil verið með gestabók á Þverfellshorni á Esjunni. Gestabókin hefur verið geymd í útsýnisskífu FÍ í sérstökum hólki. Nú hefur FÍ komið fyrir tveimur póstkössum með gestabókum í Esjunni, annan við útsýnisskífuna á Þverfellshorni og hinn við ,,Steininn" en fjölmargir ganga að steininum og snúa þar við. FÍ og SRPON hafa staðið fyrir Esjuhappdrætti undanfarin sumur þar sem allir sem skrifað hafa nafn sitt í gestabókina hafa verið með í happdrættinu. Í desember verður dregið úr hópi þátttkenda og hljóta hinir heppnu vegleg verðlaun frá Íslensku ölpunum.

Umferð göngufólks á Esjuna og hefur að undanförnum árum stóraukist, árið 2005 rituðu um 8000 manns nöfn sín í gestabækur FÍ og SPRON, 2006 voru um 12.000 skráningar í bókina og í ár hefur umferðin í Esjuhlíðum aldrei verið meiri en tölur um fjölda göngumanna sem skráðu sig í gestabækurnar munu liggja fyrir í desember.

FÍ og SPRON hafa staðið fyrir Esjuklúppi sem hefur unnið að framkvæmdum og bættri aðstöðu í Esjunni, sem og staðið fyrir gönguferðum og fræðslu.

SPRON er bakhjarl FÍ í Esjuverkefnum og hefur verið um árabil.

postkassi