Prufugöngur Bakskólans

Bakskóli FÍ er með opnar göngur út þessa vikuna fyrir alla til að koma og prufa.

Í dag, mánudaginn 3. október, hittist hópurinn kl. 20 við Listasafn Sigurjóns á Laugarnestanganum og á miðvikudaginn, 5. október, verður hist á sama stað, á sama tíma. Í hádeginu á föstudag, 7. október, er svo hist kl. 12 í Æfingastöðinni, Háaleitisbraut 13 þar sem gerðar eru æfingar í sundlaug. Allir eru velkomnir á þessar prufuæfingar.

Bakskólinn er gönguverkefni fyrir fólk með bakvandamál og önnur stoðkerfisvandamál eins og verki í mjöðmum eða liðagigt og hentar líka eldri borgurum sem vilja styrkja sig og stunda útivist. Fjölmargir sem hafa átt við bakvandamál að stríða hafa náð ótrúlegum bata og árangri með göngum og æfingum í bland.

Eftir að opnu æfingunum lýkur verður Bakskólinn lokaður hópur sem æfir saman og stundar göngur, sund, jóga og léttar fjallgöngur í nágrenni Reykjavíkur til jóla.

Verkefnið er einstaklingsmiðað og það fer eftir því hvar fólk er statt, hversu mikið það gerir og gengur. Samhliða göngunum fær fólk svo ráðgjöf um hreyfingu og æfingar.

Umsjónarmaður verkefnisins er Bjarney Gunnarsdóttir, íþróttafræðingur.

Þátttaka kostar 40.000 krónur fyrir félagsmenn FÍ en 47.400 fyrir utanfélagsmenn.