Reykjanes - Reykjanestá - Gunnuhver með Landvernd

Sunnudagur 29. maí kl. 10.00-17.00
Brottför frá Mörkinni 6

Dagskrá hefst með stuttum fyrirlestri leiðsögumanns um jarðfræði Reykjaness. Ekið á Reykjanes um Hafnir. Litast um við Reykjanesvirkjun. Gengið frá bílastæði við Reykjanesvita vestur að gossprungunni frá 1226 og skoðuð ummerki eftir gosið, en gossprungan var bæði á landi og í sjó. Gengið á Valahnúk og horft yfir brimurðina og Reykjanestá. Gengið að hverasvæðinu og litið á Gunnuhver og Reykjanes-Geysi. Skoðaðar skjálftasprungur. Ekið til baka um Grindavík. Nokkur ganga en ekki erfið.

Kristján Jónasson, jarðfræðingur leiðir hópinn og skýrir jarðeldasvæðið út frá sjónarhóli náttúruverndar. Ferðin er samstarfsverkefni Ferðafélags Ísland og Landverndar.

Verð: 3.000 / 3.900 
Innifalið: rúta og fararstjórn