Ritsamningar um nýjar árbækur

Á dögunum undirrituðu Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ  og Gísli Már Gíslason prófessor við HÍ undir ritsamning þess efnis að Gísli Már skrifar árbók Ferðafélags Íslands 2016 um Rauðasandshrepp hinn forna og Eyrar.  Einnig var undirritaður samningur milli FÍ og Hjörleifs Guttormssonar náttúrufræðings þess efnis að Hjörleifur skrifi árbók FÍ 2018 um Upphérað og öræfin suður af.

Hér að neðan má sjá kafla úr ritsamningi þar sem því svæði sem bækurnar ná til er líst:

Höfundur tekur að sér að semja ritið:

,Rauðasandshreppur hinn forni og Eyrar,“  til birtingar í árbók Ferðafélags Íslands  sem gefin verður út  árið 2016

2. grein

Nánari lýsing ritverksins og efnisafmörkun:

Um er að ræða árbókarefni sem afmarkast af skaganum vestur af Haukabergsvaðli og norðurströnd Patreksfjarðar

•             til norðurs við hreppamörk Vesturbyggðar og Tálknafjarðar;

•             til austurs við vesturströnd Haukabergsvaðals

•             til vesturs að Bjargtöngum

•             til suðurs strandlengjan frá Siglunesi að Bjargtöngum

Með árbókarefni er átt við land og leiðalýsingar þar sem sögulegt og náttúrufarslegt efni er ofið saman eða sagan og náttúrufræðin tekin sérlílagi eftir atvikum.

Auk meginmáls og myndatexta geri höfundur ritaskrá/heimildaskrá.

 

2018

Höfundur tekur að sér að semja ritið:

,,Upphérað og öræfin suður af“ (vinnuheiti), frá Egilsstöðum  inn á Vatnajökul  til birtingar í árbók Ferðafélags Íslands  sem gefin verður út árið 2018 eða síðar samkvæmt ákvörðun útgefanda.

 

  1. grein

Nánari lýsing ritverksins og efnisafmörkun:

Um er að ræða árbókarefni sem afmarkast

  • til norðurs af línu frá Egilsstöðum um Fellabæ, mynni Jökulsdals, Smjörvatnsheiði í Biskupsháls að Jökulsá á Fjöllum;
  • til austurs af Austfjarðafjallgarði suður í Þrándarjökul, Geldingafell og Grendil;
  • til vesturs af Jökulsá á Fjöllum
  • til suðurs af vatnaskilum í Vatnajökuli til Héraðs.

Með árbókarefni er átt við land og leiðalýsingar þar sem sögulegt og náttúrufarslegt efni er ofið saman eða sagan og náttúrufræðin tekin sérlílagi eftir atvikum.

Auk meginmáls og myndatexta geri höfundur ritaskrá/heimildaskrá.