Sæludagar

Örfá sæti eru laus í ferðina: Sæludagar í Svarfaðardal með Kristjáni Hjartarsyni í samvinnu við Kristján Eldjárn Hjartarson frá Tjörn.

Svarfaðardalur er paradís umlukin tignarlegum fjöllum. Dalurinn er vel gróinn og falleg gróðurbreiðan úr dalbotninum nær langt upp í fjallshlíðarnar og er þar finna fjölskrúðugt plöntu og fuglalíf.Þarna er byggðin blómleg bæði hvað varðar landbúnaðinn og félagslífið.

Votlendið í Svarfaðardal var það fyrsta sinnar tegundar sem var friðslýst hér á landið árið 1972. Þarna er að finna allt að 35 fuglategundir og sem dæmi má nefna Óðinshana og Jaðrakan.

Hæsta fjallið á svæðinu er Dýjafjallshnjúkur 1456 m.y.s. en það er á hinum magnaða Tröllaskaga. Þar er mikil fjölbreytni í gönguleiðum og gamlar þjóðleiðir á milli byggða. Í ferðinni verður genginn hluti af Heljardalsleiðinni sem liggur yfir í Kolbeinsdal í Skagafirði.

Merkrir menn eiga rætur sínar að rekja til svæðisins og má þar helst nefna Jóhann Kristinn Pétursson eða Jói risi eins og hann var oftast kallaður og Kristján Eldjárn þriðji forseti Íslands en hann var  föðurbróðir Kristjáns sem mun leiðsegja í ferðinni.

Að sögn Kristjáns verður boðið upp  á fjölbreyttar gönguleiðir, jarðfræði, fuglaskoðun, jurteinagreiningu, örnafnastúdíu og þjóðfræði í bland við alþýðukveðskap og innansveitarkróniku. 

Sjá nánar hér